Færsluflokkur: Bloggar

Það þurfti byltingu til þess að vekja stjórnarliða, ekki gleyma því.

Það er alveg með ólíkindum hvernig þetta fólk hjá Samfylkingu og VG talar þessa dagana það er bara eins og þetta fólk hafi verið á fullu í að vinna úr skuldavandamálum fólks en það þurfti hörð og fjölmenn mótmæli til þess að vekja þetta lið. Við hlustum ekki á svona væl framar nú eru komnir nokkrir dagar síðan byltingin hófst og nú er komin tími á að stjórnin leggi spilin á borðið og segi frá því hvort Steingrímur hafi fengið leyfi AGS til þess að gera eitthvað í leiðréttingu lána. Ef ekki þá segi stjórnin af sér án tafar við getum ekki beðið lengur.  
mbl.is Markmiðið að koma fólki út úr skuldafangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru atvinnumálin komin í skúffuna? Verður áfram stöðnun? Framsókn í stjórn.

Mér finnst mjög óeðlilegt að einungis skuli vera talað um skuldaleiðréttingu því hún er bara sjálfsagður hlutur en varðandi atvinnumálin þá er eins og ríkisstjórnin vilji ekki nefna þau á nafn og láta eins og mótmælin séu ekki vegna þeirra. Án þess að blása til sóknar í atvinnumálum breytist í raun ekki mikið því atvinnumálin eru alltaf í fyrsta sæti og skila peningum í vasa almennings og í ríkiskassann. Ég veit að stjórnin er klofin í atvinnumálum vegna afstöðu VG sem vill ekkert gera og ekki ein einasta tillaga um ný atvinnutækifæri hafa komið frá þeim bænum eins og alltaf hefur verið þeirra hugsjón (peningarnir vaxa á trjánum) en þar sem svona er komið þá hljóta mótmælin að snúast um að koma þessu fólki frá völdum svo hægt verði að snúa dæminu við og fara að byggja upp í stað stöðnunar sem nú ríkir. Við erum á síðustu metrunum að snúa þessu við áður en fólksflóttin mun aukast til muna, við skulum ekki gleyma að hann er hafin nú þegar.

Ég held að ég myndi setja mitt atkvæði til Framsóknarflokksins ef kosið væri í dag því í ljós hefur komið að þeirra hugmyndir í öllum málaflokkum frá hruni hefðu verið þær réttu því í dag er verið að hugsa um að nota þær hugmyndir. Það eina sem mætti gera í Framsókn er að koma Sif Friðleifsdóttur út úr flokknum því hún tilheyrir gamla tímanum en annars held ég að um góðan mannskap sé að ræða sem skipar Framsóknaflokkinn í dag, ungt fólk og framsækið. 


Áfram er haldið og meiri peningum sóað úr ríkissjóði vegna þrjósku ráðherra.

Umhverfisráðherra er auðvitað ekki alveg með á því að hún er að valda ríkinu og almenningi stórtjóni með því að halda öllum framkvæmdum niðri, öllum sem hún hugsanlega getur haldið niðri og er það orðið spurning hvort ekki ætti að skoða að draga hana fyrir landsdóm með því að valda stórtjóni í landinu, þetta hlýtur að teljast undir ráðherraábyrgð.
mbl.is Dómi um aðalskipulag áfrýjað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Páll "verið er að vinna í" þetta er það eina sem sagt er en ekkert framkvæmt.

Árni er að mínu mati sá lélegasti ráðherra sem ísland hefur alið, þó eru þeir mjög margir sem hafa verið alveg ótrúlega lélegt framkvæmdafólk. Þið sjáið eins og með Árna Pál það hefur nánast ekkert gengið eftir að því sem hann hefur verið að vinna með og nú ári seinna er verið að skoða hvað klikkaði, nei nú er komin tími á að svona fólk haldi munninum lokuðum og finni sér nýtt starf.
mbl.is Rótgrónum þankagangi þarf að breyta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðtrygginguna burt fyrst og þá er hægt að gera plön sem standast.

Það hefur ekkert upp á sig að henda einhverju kaupleigukerfi inn á þessum tímum það er búið að reyna ýmislegt í húsnæðismálum landsmanna og mörg kerfi hafa mistekist. Afnemum verðtrygginguna og þá veit fólk kannski hvað það þarf að greiða á mánuði næstu árin öðruvísi gengur þetta ekki upp. Það vitum við öll.
mbl.is Kaupleigurétt á eignir við lokasölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við viljum sjá aðgerðir framkvæmdar en ekki eingöngu spjall.

Ég sé kki betur en það verði að blása til alherjarmótmæla á ný því ríkisstjórnin heldur bara áfram á sömu braut aðgerðaleysis. Mér finnst eitt í umræðunni frá hendi ríkisstjórnar að mótmælin séu fyrst og fremst vegna skuldamála en hvergi er minnst á atvinnumál en þetta tvennt er samhangandi. Það þarf að vinna þetta samhliða, að koma af stað atvinnu og laga skuldastöðu heimila.

 


mbl.is „Þetta var gott samtal“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öll óþarfa frumvörp í skúffuna strax og byrjið á því mikilvægasta.

Hvað er verið að rugla með fréttir af fjárlagafrumvarpi, frumvarpi um stofnanir sem eiga að annast samgöngumál o.s.f.v. var ekki gærdagurinn nóg til þess að stjórnin átti sig á að það þarf að taka skuldamálin og atvinnumálin upp á borðið strax í dag og allt annað í skúffuna.
mbl.is Farsýsla og Vegagerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er bara eftir að hreinsa húsið að innanverðu sem er enn mikilvægara.

Það hlaut að koma að því að upp úr sauð og matarafgangar skreyttu alþingishúsið á sama tíma og liðið tuðaði innan dyra um allt og ekkert. Það sem vakti athygli manns var að bæði Jóhanna og Steingrímur sögðu að nú yrði að kalla saman alla þingflokka , Hagsmunasamtök heimilana, talsmann skuldara o.s.f.v. er þetta ekki einmitt það sem almenningur hefur verið að tala um í eitt og hálft ár og hvers vegna er ekki löngu búið að ræða þessi mál, einfaldlega vegna þess að ríkisstjórnin hefur ekki hlustað á fólkið og ríkisstjórnin hafði ekki hugmynd um hvað hefur verið að gerast fyrir utan veggi þinghússins nú er það morgunljóst og þar með staðfest orð mín oftar en einu sinni þess efnis að ríkisstjórnin eigi að opna augun og lýta út um gluggann og gera sér grein fyrir hvað er að gerast fyrir utan. Og enn einu sinni minni ég á að stefna ofsköttunar án þess að auknar tekjur séu skapaðar gengur aldrei upp, áfram strax með þær framkvæmdir sem stöðvaðar hafa verið og nýtum svo vel tímann til þess að finna ný og spennandi atvinnutækifæri sem þjóðarsátt getur ríkt um. Sækjum um lán frá Kínverjum og rekum AGS úr landi, stöðvum aðildarviðræður við ESB og nýtum okkar verðmætu auðlindir eins vel og kostur er, virkjanir eru engin ósómi, einfaldlega byggingar sem ávallt hafa verið til sóma og mjög gaman að skoða.
mbl.is Hreinsað til við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsögn Jóhönnu í kvöld?

Jæja, þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem Jóhanna er í ríkisstjórn sem er mótmælt kröftulega og verður örugglega hrakin frá völdum að lokum, þetta er ekki glæsilegur ferill hjá henni blessaðri. Hún er búin að eyðileggja tvö húsnæðislánakerfi, hún er búin að sitja sem ráðherra í hrunastjórn og nú er hún búin að stuðla markvisst að fátækt og óréttlæti varðandi skuldaleiðréttingu landsmanna. Svo má ekki gleyma því að Samfylkingin er með kúkinn upp á bak varðandi atvinnumálin, ég hef orðið áhyggjur af þessu orði "atvinna" því það er deyjandi orð því enga atvinnu er að hafa þar sem Jóhannna er búin að stöðva alla uppbyggingu í landinu eða er hún kannski blásaklaus í því máli eins og hún slapp frá síðustu stjórn þar sem hún sat í miklum peninganefndum en hafði ekki hugmynd um annað en hér væri allt í blóma, það kemur nú ekki á óvart að hún geti ekki stjórnað landinu með þennan bakgrunn. Eitt sem stjórnin þarf að átta sig á er að það er hægt að stefna að því að AUKA TEKJUR með atvinnu sem gerði það að verkum að ekki þyrfti endalausan niðurskurð til velferðamála.

Mótmælafólk, gangi ykkur vel í kvöld, ég kæmi örugglega ef ég ætti heimangengt. Munum eitt, það þarf ekki að slasa neinn í mótmælum, þetta fólk inn í þinghúsinu er bara svona og getur ekkert við því gert, því miður.

 

 


mbl.is „Tunnumótmæli“ við stefnuræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blóðsugurnar unnu sigur, plott á hæðsta stigi, fólk á að forða sér úr landi ef það á möguleika á.

Þarna er það komið í ljós hvernig staðið hefur verið að málum varðandi þetta mál og spillingin er komin alveg upp á borðið og nú þarf engin að efast lengur um að ísland er spilltasta land veraldar pólitískt séð og það er orðin þvílíkur óþefur að vart er líft hér enn.

Og nú tekur ekkert við ekkert nema hráskinnsleikur þessa liðs sem vill sjúga blóð alveg þar til þjóðin er gjaldþrota, ef stjórnin heldur er kannski best fyrir það fólk sem hefur möguleika á að koma sér úr landi að gera það strax því hér mun ekkert gerast og er það opinbert frá ríkisstjórn íslands að ekkert mun verða gert til þess að bjarga heimilum fólks og ekkert á að gera til þess að byggja upp atvinnu, því er lítið gagn að því að hanga hérna ef tækifæri gefst erlendis. Hugsið ykkur bara þá umræðu sem er búið að taka upp í dag að byggja þurfi upp nýtt verkamannabústaðakerfi á sama tíma og fólk er hrakið út af heimilum sínum. Ef ríkið hefði leiðrétt skuldir landsmanna strax eftir hrun hefði það kostað pening og allt í lagi með það en hvað haldið þið að kosti að byggja upp nýtt verkamannabústaðakerfi og hvað haldið þið að öll gjaldþrotin eigi eftir að kosta ríkið?


mbl.is Samfylking réð úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband