Færsluflokkur: Bloggar

Fyrst fjölgar um þúsundir undir stjórn núverandi ríkissjórnar og nú á að fækka?

Þessi frétt er dæmigerð fyrir það stjórnleysi sem ríkir hjá ríkisstjórninni því eftir að hún tók við hefur ríkisstarfsmönnum fjölgað um þúsundir og nú á að fara að fækka þeim. Hvaða skipulag er í gangi varðandi fjölda ríkisstarfsmanna og hvert á að stefna, það er nú opinbert að það þarf að fjölga hjá ríkinu um hátt í 200 manns vegna skattaeftirlits eftir að staðgreiðslukerfinu var breitt, vissu menn það ekki eða hvað. Allt upp á sömu bókina sama hvar er litið niður í rekstur ríkisins það er óreyða í hverju horni, margfalt en nokkurn tíma verið hefur áður.
mbl.is Ríkisstarfsmönnum fækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haldið áfram að brjóta niður heimili og fyrirtæki, þetta er einbeitt stefna.

Þessi frétt kemur mér ekki á óvart því það er stefna stjórnvalda og banka að brjóta niður og eignast heimili og fyrirtæki landsins og hvað getum við landsmenn gert við því, því miður ekkert, við kusum þetta landráðalið yfir okkur sem nú stjórnar og nú nögum við handarbökin yfir því að hafa farið svona illa að ráði okkar.
mbl.is Sigurplast gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað á að eyða miklum fjármunum af almannafé í viðbót í þetta mál?

Mér finnst nóg komið af miljónum í þetta blessaða Baugsmál og við höfum meiri þörf fyrir peningana í eitthvað annað en svona rugl. Hverju breytir það hvort þeir verða dæmdir fyrir þetta eða hitt, akúrat engu, við höfum fengið skellinn vegna þessara manna og þeir munu ekki komast upp með svona óþverraskap hér á landi framar en nú er nóg komið og stöðvum öll málaferli vegna hrunsins og nýtum fjármuni okkar til þess að aðstoða fólk og koma undir okkur löppunum aftur.Við skulum athuga að við erum að eyða hundruðum miljóna í þessa menn með málaferlum, var ekki nóg að þeir stálu miljörðum af okkur, þarf endilega að láta þá komast upp með að mergsjúga okkur áfram í gegn um ríkissjóð?
mbl.is Frávísun skattamáls ógilt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja, álverið skapar einhverja tugi starfa á næstunni sem er betra en ríkisstjórnin bíður upp á.

Þótt ég vilji alveg sjá eitthvað annað en meira af álverum næstu misseri þá er ég mjög ánægður að sjá að það verða til nokkuð mörg störf við þetta verkefni í Straumsvík og er það ekkert nema jákvætt og er þó nokkuð meira en ríkisstjórnin bíður upp á en á þeim bæ er alltaf talað um eitthvað annað en ekki nein einasta tillaga er um hvað á að gera, alveg ekta vinstra hjal sem ekkert er að marka. ég vil samt að álverið á suðurnesjum verði klárað vegna þess að mikla fjármuni er búið nú þegar að leggja í það verkefni og fásinna að stöðva það.

Nú talar vinstra fólkið um að loksins sé búið að koma einhverju af stað sem er breykkun Suðurlandsvegar en hvað þýðir það. Mikill olíukostnaður, innflutningur á hráefni og tækjum og lítið af mannskap sem þýðir gjaldeyris eyðsla sem við höfum ekki efni á eins og stendur, verkefnið er mikilvægt en það hefði verið skynsamlegra að seinka þessu um eitt ár og koma af stað mannskapsfrekum verkefnum. Það er allavega mín skoðun. 


mbl.is Sátt við samkomulagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er nóg komið af klúðursmálum hjá þessari stjórn.

Það er bara hvert klúðursmálið á eftir öðru sem eftir þessa stjórn situr eins og Icesave, greiðsluaðlögunarmálið sem hér er fjallað um, fjármagnsstuðningur Steingríms til Sjóvá, fjármagnsstuðningur Steingríms til tveggja fjármálafyrirtækja í hans kjördæmi í byrjun kjörtímabils, velferðastjórnin klikkaði, stuðningur við fallandi fjölskyldur klikkaði, lánaleiðrétting og dómur um gengislán er að verða að martröð, búið að sækja um ESB aðild án umboðs þjóðarinnar, atvinnumálin eru eins og þau eru alveg frosin, það fer allur tími alþingis í að ræða kæru á nokkrum aðilum á sama tíma og ráðherrar þessarar stjórnar þverbrjóta lög í ýmsum málaflokkum og svona má lengi telja áfram. En hvað er gott í starfi stjórnarinnar? ég er búin að hugsa þetta nú í nokkrar mínútur en ekkert dúnkar upp hjá mér, skrítið eða hvað? 
mbl.is Ráðherra endurskoðar lög um greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt mikilvægara heldur en þetta mál, furðuleg frétt?

Ég skil bara ekki svona fréttir þar sem kemur frá einni manneskju að það sé mjög mikilvægt að þetta ruglmál úr fortíðinni sé svona rosalega mikilvægt að afgreiða og það á sama tíma og öll önnur mál eru stopp í landinu.
mbl.is Verði afgreitt í þessum mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjartara framundan ef stjórnin springur, getur bara verið til góðs.

Það er mögnuð spenna í loftinu þessa klukkutímana hvort stjórnin springur loksins eftir langa bið í algjörri stöðnun á landinu. Nú er bara að vona það besta og fara að spá í hvað á að kjósa næst. Það gæti bjargað fjármálakerfinu ef stjórnin springur fyrir fyrirhugaða lagasetningu Árna Páls sem gæti orðið til þess að ríkið þyrfti að punga út miljörðum í skaðabætur. Það gæti orðið umsnúningur í Icasave málinu og það gætu farið að skapast störf í landinu á nýjan leik, þetta er mikil spenna.
mbl.is Mikil reiði innan VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættum nú þessu fortíðarrugli öllu saman, Landið stjórnlaust í tvö ár.

Þetta er orðið algjörlega óþolandi að heyra frá þessu stjórnmálafólki að þrasa um það sem gerðist allt aftur í 10 ár aftur í tímann og það virðist vera að þetta lið ætli að finna lausn á vandamálum dagsins í dag með því að sökkva sér í fortíðina hún gerir ekkert fyrir okkur í dag hún er liðin og kemur ekki aftur í því horfi sem hún var. Það sem skiptir máli er það að vinnubrögðin í dag skapa aðstæðurnar sem verða á morgun o.s.f.v. því er brýnt að stjórnendur landsins fari að huga að einhverju öðru en því sem hefur gerst, það er öll orka notuð í að reyna að finna einhverja sökudólga fyrir hinum og þessum gjörðun (hvað breytist þótt Ingibjörg og Geir sitji í fangelsi í 1 ár? Ekkert). Sömu vandamálin eru hér til staðar á meðan ekki er verið að vinna af heilindum að því að rétta þjóðina við þá gerist ekkert og það er staðan í dag, það gerist ekkert.

Ný vinnubrögð upp á borðið í dag, ekki á morgun, í dag. Icesave í hendur lögmanna og Steingrímur hættir að tjá sig um það mál, hann hefur mikið stærra verkefni á borðinu eins og að halda lífi í þjóðinni, Jóhanna sem hefur verið algjörlega gangslaus til þessa þarf að standa upp og fara að stjórna þessu afdala liði í ríkisstjórninni og fara að huga að því hvers vegna allt er stopp í þessu þjóðfélagi. Ef það er VG sem stöðvar allan framgang og vill ekkert hliðra til í einu né neinu til þess að skapa störf þá er það starf forsætisráðherra að slíta þessu samstarfi og freista þess að komast í nýja stjórn með öðrum aðilum. Hvað varðar stefnuna í gengislánunum og þá lagasetningu sem Árni Páll boðar þá er að mínu mati þarna á ferðinni ein stærstu mistök íslandssögunnar, þessi lög munu rústa íslenskum heimilum endanlega, húsnæðislán geta aldrei borið sömu vexti og bílalán aftur í tímann, að fólki skuli detta þetta í hug er rannsóknarefni en við skulum ekki rannsaka fleira heldur hætta við svona viteysu og fara að taka af málununum í alvöru, taka á vandamálum dagsins í dag.     


Hefur Steingrímur umboð þjóðarinnar í þessu máli?

Steingrímur veldur alltaf meiri og meiri vonbrigðum í öllum sínum störfum og að mínu mati er hann engan veginn maður til þess að axla ábyrgð fjármálaráðherra. Þessi frétt fjallar um hið fræga Icesave mál sem þjóðin hefur fellt í atkvæðagreiðslu einu sinni og því spyr ég hvort Steingrímur hafi umboð þjóðarinnar til þess að lofa greiðslum sem við þurfum kannski ekki að greiða. Í þessu máli þarf að hafa hugfast að það er verið að tala um að almenningur taki ábyrgð á falli einkahlutafélags sem er fráleitt að mati þjóðarinnar og því hefur Steingrímur engan rétt til þess að tala svona án þess að hafa okkar umboð. Við þurfum að losna við svona landráðamenn úr ríkisstjórn strax.
mbl.is Steingrímur: Íslendingar munu borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar kúgaðir áfram til þess að greiða, Steingrímur er ánægður með það.

Þá vitum við hvað hefur verið búið að vinna dóm hæstaréttar á bakvið tjöldin með Steingrími og Árna Pál, þetta er það sem mann grunaði og nú er næsta skref að koma stjórninni frá völdum.
mbl.is Feginn að það er kominn dómur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband