Færsluflokkur: Bílar og akstur

Ferðamenn á vegum Íslands stórhættulegir.

Ég var að horfa á myndband á Facebook þar sem eru nokkur dæmi um ferðamenn á bílaleigubílum sem stöðva bíla sína á miðjum veginum og skapa stórhættu með þessu háttalagi. Þetta er lífhættulegur leikur og nú þarf strax að setja viðurlög við þessu brjálaða athæfi.

Sektir gera lítið gagn nema vera verulegar, það er 50.000 kr sekt fyrir að keyra bifreið yfir 110 km hraða og því finnst mér eðlilegt að ökumenn sem leggja á miðjum þjóðvegi verði sektaðir um lágmark 50.000 kr. Spurning hvort myndskeið frá vetvangi með bílnúmeri greinilegu dugir til þess að kæra viðkomandi til lögreglu?

Þetta er mál sem þarf að vinna hratt og vel og eiga bílaleigur að fá stífar reglur um að uppfræða leiganda að þetta uppátæki sé lífshættulegt og þá væri gott að geta bent á að 50.000 sekt sé við því.


Þetta er of grænt fyrir VG.

Þetta er of gott og spennandi til þess að málið fari í gegn á alþingi með þetta afturhaldslið í stólunum en ég var nú að ræða þetta bara síðast í gærkvöldi við tengdson minn, hvað við drægjum alltaf rassgatið í góðum málum eins og þessum og skömm af því að Ísland skuli ekki vera komið miklu framar í þessum málum.
mbl.is Flytja inn 100 rafbíla í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært að einkaframtakið er að vakna.

Þetta eru bara gleðilegar og jákvæðar fréttir.
mbl.is Milljarðasamningur um rafbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband