Jæja, nú þurfum við nýtt fólk í brúnna, utanþingsstjórn.

Nú finnst mér vera tímamót til þess að fá nýtt fólk til stjórnar landsins og vil ég fá Helga Magnússon formann samtaka iðnaðarins sem fjármálaráðherra, frábær karakter sem er með góðar og ákveðnar hugmyndir um endurreisn landsins og þetta er maður sem talar eins og leiðtogi en við höfum ekki haft almennilegan leiðtoga í langan tíma. Það er fólk inn á milli ráðherrana sem gæti verið hægt að nota áfram eins og Rögnu dómsmálaráðherra, held að hún sé að vinna gott verk, spurning með Katrínu iðnaðarráðherra hún er að koma með ágætis hugmyndir en vantar eldmóðinn sem má kannski blása í hana, eins með Katrínu Jakobsdóttir held að hún sé mjög vandvirk í sínu starfi en þyrfti að starfa með öðru fólki en er við stjórn landsins í dag. Fleiri er nú ekki hægt að nota, svo við þyrftum að ráða nokkra góða og vandaða fulltrúa í hinar ráðherra stöðurnar, fólk sem kann að vinna.

Nú er bara spurning hvernig við komum þessu fólki frá sem í ríkisstjórn situr en svo virðist sem það ætli að halda í stólana sína sama hvað tautar og raular, spurning hvort það þarf nýja byltingu en vonandi sjá þau að þetta er gjörsamlega tapað stríð hjá þeim og allt þjóðfélagið í lamasessi og það náttúrulega gengur ekki lengur. Utanþingsstjórn hlýtur að vera niðurstaðan því það er ekki úr miklu að moða á alþingi en það er fullt af góðu fagfólki út í þjóðfélaginu sem við þurfum að virkja þegar staða sem þessi er upp komin. Alþingi ræður ekki við þetta verkefni og því verðum við að gera eitthvað annað strax, ekki er hægt að halda áfram í þessu volæði alþingismanna og ráðherra, hvar eru forystumenn fóksins í dag, standið nú upp og undirbúið mótmæli, við þurfum aðgerðir strax.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband