Er ekki ríkisstjórnin orðin að fjárglæfrafólki? Tekin við af víkingunum?

Ég get bara ekki séð betur en að það sé alveg hægt að heimfæra það á ríkisstjórn íslands að hún sé samsafn af fjárglæframönnum. Hvað er annað hægt að segja eftir þær hamfarir sem stjórnin hefur sýnt varðandi auknar álögur á almenning og síðan koma nýjar og nýjar leiðir til þess að reyna að ná auknum skatti af skítblönku fólkinu sem á skerinu býr. Ég bara spyr hvort þetta sé bjóðandi þjóð eins og íslandi því það eru til aðrar leiðir sem ekki hefur verið litið á hjá þessari stjórn, eins og td. að afla tekna með fjárfestingum og aukinni atvinnu en stjórnin stendur í vegi fyrir öllum framförum. Þetta gengur ekki við þurfum aðrar áherslur.
mbl.is Nægir ekki til að lina þjáningar heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Kassinn er tómur, aðdragandann ætuu allir að þekkja. Þessi þjóð er í raun gjaldþrota. Ég sé ekki marga kosti í stöðunni nema að taka allt af víkingunum nokkuð sem mér myndi hugnast

Finnur Bárðarson, 19.3.2010 kl. 16:17

2 Smámynd: Jón Sveinsson

Satt segir þú þau eru eins og útrásaþjófarnir ef ekki verri.

Koma öllum skuldum á þá sem minnst eiga og helst meira svona er vinstri stjórn ef þeir lofa einhverju þá er það svikið það er pottþétt.

Jón Sveinsson, 19.3.2010 kl. 16:20

3 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Ég held að réttnefni á embættis- og stjórnmálamönnum Íslands sé; Landráðavíkingar !

Axel Pétur Axelsson, 19.3.2010 kl. 18:16

4 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Það er svona að upplifa NORRÆNA velferðastjórn....lol....skrímsladeild & spunameistar Samspillingarinnra & Lady GaGa fara ávalt á kostum, í NEIKVÆÐRI merkingu þess orðs.  Samspillingin er stórhættuleg land & þjóð, verkstjórnin ávalt í molum - nú er mál að linni!  Tek heilshugar undir þín orð: "Hvað er annað hægt að segja eftir þær hamfarir sem stjórnin hefur sýnt varðandi auknar álögur á almenning og síðan koma nýjar og nýjar leiðir til þess að reyna að ná auknum skatti af skítblönku fólkinu sem á skerinu býr."

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 19.3.2010 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband