Lífeyrir fólks er ekki fé sem á að leika sér með, einfalt mál.

Hvað varðar tap lífeyrissjóða vegna áhættubrasks þeirra með verðbréf og hlutabréf er ekkert annað að segja en það að þetta eru ekki ykkar persónulegu peningar, þetta eru okkar peningar. Hvaða kröfu gerum við fólkið? Ekki mjög flókið, við viljum fá alla peningana okkar til baka með hæfilegri ávöxtun, kröfurnar eru ekki meiri en þetta.

Héðan í frá fer ég fram á að lífeyrissjóðir landsins heiti því til landsmanna að þeir fái allt sitt fé til baka með einhverrri lágmarksávöxtun 3 til 4% eða svo, þetta gera sterkustu sjóðir þýskalands en þeir standa við sitt og þar með eru allir ánægðir. Þessar afskriftir af séreignasjóðum landsmanna allt að 25% eru forskastanlegar og hefði aldrei átt sér stað ef rétt hefði verið staðið að málum og síðan er verið að lækka lífeyrissgreiðslur fólks á sömu forsendum, sjóðirnir hafa tapað svo miklu að þeir standa ekki undir greiðslum óskerts lífeyris.

Það er allatf verið að tala um að verðtryggingu megi alls ekki afnema vegna lífeyrissjóðanna, ef það sé gert standi þeir illa, bíðið nú við, það er búin að vera verðtrygging hérna í tugi ára en samt standa sjóðirnir illa? Nei nú þarf miklar breytingar, mjög miklar.


mbl.is Lífeyrissjóðir geri strangari kröfur til útgefenda verðbréfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Alveg sammála þér!

Og það er grátbroslegt að lesa þessa skýrslu þar sem ein helsta niðurstaðan er sú að lífeyrissjóðirnir hafi gert allt rétt og með snilld sinni komið í veg fyrir frekara tap. Og hverjir sitja svo í þessari nefnd?

Jú það eru:

Baldur Vilhjálmsson, forstöðumaður eignastýringar lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sem tapaði 30 milljörðum af eignum sínum árið 2008.

Stefán Haldórsson, framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs verkfræðinga sem tapaði um það bil einni milljón fyrir hvern starfsmann á árinu 3008.

Helga Indriðadóttir,  sjóðsjóri hjá Almenna lífeyrissjóðnum sem einnig tapaði stórfé á hlutabréfabraski og Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stafa lífeyrissjóðs og Tryggvi Tryggvason, forstöðumaður eignastýringar hjá Gildi lífeyrissjóði. Ekki þarf að tíunda árangur þeirra tveggja síðustu.

Þarna hafa refirnir verið settir í nefnd til þess að fjalla um hver hafi stolið hænunum og þarf enginn að undrast niðurstöðurnar:)

Jón Bragi Sigurðsson, 8.4.2010 kl. 21:23

2 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Með "einni milljón fyrir hvern starfsmann á árinu 3008" á ég náttúrlega við hvern aðildarfélaga í sjóðnum.

Jón Bragi Sigurðsson, 8.4.2010 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband