Þingmenn sem eiga að segja af sér strax eru eftirfarandi!

Eftir að hafa skoðað þingmannalistann og velt fyrir sér hvaða þingmenn ættu að segja af sér vegna spillingar eða tengsla við hana, verka sem má flokka sem landráð, svik við landsmenn og framkomu sem hæfir ekki þingmönnum er niðurstaða mín eftirfarandi, eftir stafrófsröð.

Álfheiður Ingadóttir, Árni Páll Árnason, Ásbjörn Óttarsson, Bjarni Benediktsson, Björgvin G.Sigurðsson (farin) Illugi Gunnarsson (farin) Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Bjarnason, Ólína Þorvarðardóttir, Pétur H.Blöndal, Siv Friðleifsdóttir, Steingrímur J.Sigfússon, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Þorgerður K.Gunnarsdóttir, Þráin Bertelsson, Össur Skarphéðinsson eða samtals 18 þingmenn sem eiga að víkja að mínu mati og er ég að tala um verk þeirra til dagsins í dag en ekki eingöngu fyrir hrun.

Svo má hver koma með sína skoðun en ef það eiga að verða breytingar á Íslandi þá verður að byrja á því að hreinsa til á alþingi en ég er samt með þá skoðun að þegar búið er að fylla skörð þeirra þingmanna sem eiga að fara þá eigi ráðherrar að vera fagfólk en ekki þingmenn.


mbl.is Þingmenn Hreyfingar skora á þingmenn að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ef helstefna stjórnrinnar er ekki landráð veit ég ekki hvað það orð þýðir þótt stórt sé

samkvæmt því sem þú segir ættu allir þingmenn að hætta

er ekki í lagi að slaka aðeins á - ??

En þú ert kanski svona fær í dómarastörfunum að þetta liggi vel fyrir þér -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 19.4.2010 kl. 06:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband