Eru atvinnumálin komin í skúffuna? Verður áfram stöðnun? Framsókn í stjórn.

Mér finnst mjög óeðlilegt að einungis skuli vera talað um skuldaleiðréttingu því hún er bara sjálfsagður hlutur en varðandi atvinnumálin þá er eins og ríkisstjórnin vilji ekki nefna þau á nafn og láta eins og mótmælin séu ekki vegna þeirra. Án þess að blása til sóknar í atvinnumálum breytist í raun ekki mikið því atvinnumálin eru alltaf í fyrsta sæti og skila peningum í vasa almennings og í ríkiskassann. Ég veit að stjórnin er klofin í atvinnumálum vegna afstöðu VG sem vill ekkert gera og ekki ein einasta tillaga um ný atvinnutækifæri hafa komið frá þeim bænum eins og alltaf hefur verið þeirra hugsjón (peningarnir vaxa á trjánum) en þar sem svona er komið þá hljóta mótmælin að snúast um að koma þessu fólki frá völdum svo hægt verði að snúa dæminu við og fara að byggja upp í stað stöðnunar sem nú ríkir. Við erum á síðustu metrunum að snúa þessu við áður en fólksflóttin mun aukast til muna, við skulum ekki gleyma að hann er hafin nú þegar.

Ég held að ég myndi setja mitt atkvæði til Framsóknarflokksins ef kosið væri í dag því í ljós hefur komið að þeirra hugmyndir í öllum málaflokkum frá hruni hefðu verið þær réttu því í dag er verið að hugsa um að nota þær hugmyndir. Það eina sem mætti gera í Framsókn er að koma Sif Friðleifsdóttur út úr flokknum því hún tilheyrir gamla tímanum en annars held ég að um góðan mannskap sé að ræða sem skipar Framsóknaflokkinn í dag, ungt fólk og framsækið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband