Gjörsamlega ósamstærf stjórn, stöðvið alla kjarasamninga og utanþingsstjórn strax.

Nú finnst mér alveg nóg komið af óstjórn í landinu og nú ætlar sjórnin að koma fram með sjárútvegsfrumvarp án alls samráðs við fólkið í landinu, þessi aðferðafræði er ekki möguleg í þetta litlu landi og því tímabært að koma af stað byltingu og heimta fagmenn í allar ráðherrastöður og þessir fagmenn verða að starfa í að lágmarki eitt ár. Þann tíma geta blessuðu flokkarnir okkar farið yfir sín mál, klárað að hreinsa út það fólk sem á alls ekki heima á þingi lengur og búa til rökstuddar stefnuskrár sem verða kynntar fólki mjög vel og tímanlega fyrir næstu kosningar.

Þetta er leiðin út úr stöðnuninni sama hvað hver segir og nú að bara að framkvæma nýja hluti í nýju Íslandi en við búum greinilega ennþá í gamla Íslandi þrátt fyrir loforð um annað.


mbl.is „Mjög óttasleginn út af því sem er að koma fram“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samfylkingin ætlar með Ísland í ESB hvort sem okkur líkar eður ei.

Þetta landráðarfólk verður að fara frá STRAX !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 17:25

2 identicon

Ég er svo sammála þér í sambandi við utanþingsstjórnina.Og ég held að við séum ekki þeir einu.Spurning hvort einhverjir framtakssamir einstaklingar séu ekki til í að starta undirskriftasöfnun á netinu til stuðnings þessari hugmynd.Ég hef það á tilfinningunni að stjórnin þurfi að segja af sér í næsta mánuði svo þetta er kannski hárrétti tíminn.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband