Gremja Eyjamanna mjög svo skiljanleg, óþolandi ástand.

Þetta ævintýri er auðvitað alveg ótrúlegt dæmi og eftir að ég ræddi þessi hafnarmál við mann sem vel til þekkir til fjölda ára þá var þetta dauðadæmt alveg frá byrjun vegna sandburðs að landi og síðan bætist við sandurinn sem rennur til sjávar. Þar ofan á er svo oft rok í rassgatið á skipunun sem ætla að reyna að sigla inn í höfnina að stórhætta stafar að þegar rassgatið á döllunum hendist upp í loftið og þegar það skellur niður aftur þá er dallurinn komin í allt aðra stefnu. Það hlýtur að vera djöfulegt að sigla inn í höfnina við svona skilyrði.

Það er spurning hvort Árni Johnsen hafði ekki bara rétt fyrir sér að fara bara strax í að hanna  göngin á milli lands og Eyja, það hafa allavega farið miklir fjármunir í lítið nema vandræði við þessa mislukkuðu hafnargerð. Það er samt umhugsunarefni með allan þennan hóp manna sem var alfarið á móti þessari framkvæmd, hvers vegna var ekki hlustað á þau rök sem fram komu á þeim tíma en öll hafa þau ræst í dag?

Því miður þá er nú Ögmundur ekki rétti maðurinn til þess að bregðast skjótt við og stórhætta af því að hann banni bara siglingar á milli lands og Eyja ef á eftir honum er ýtt ?

En auðvitað á að leyfa siglingar minni farþegaskipa á milli lands og Eyja ef veður leyfir.


mbl.is Getum ekki staðið í logni og horft á höfnina lokaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.4.2011 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband