Það eru því miður mörg mannréttindabrotin sem hafa verið framin hér á landi.

Kristín hefur svo sannarlega rétt fyrir sér að mörg mannréttindabrotin hafa verið framin hér á landi undanfarin tvö til 3 ár í alls kyns mynd.
Ég man að ríkisstjórnin lét reikna út fyrir sig hver lágmarksframfærsla þarf að vera á Íslandi og voru þessar tölur opinberaðar að mig minnir snemma á þessu ári og var þar um upphæðir að ræða sem ekki þóknuðust tölu Jóhönnu eða rúmar 300.000 kr eftir skatta, pr einstakling til þess að geta lifað af mánuðinn mannsæmandi lífi og er þar miðað við einstakling í leiguíbúð.
Þessu plaggi var stungið í skúffuna og ekki hefur verið minnst á það síðan en haldið er áfram að troða á landsmönnum með alls kyns lækkunum og hækkunum.
Hér er stunduð í dag, óþverra pólítík þar sem hagsmunir fjármagsfyrirtækja taka öll fyrstu hundrað sætin.
mbl.is Ríkið hirðir alla launahækkun ellilífeyrisþega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er Tryggvi Þórarinsson ekki að taka eftir því að þessi, já nákvæmlega þessi frétt var á síðum mbl.is fyrir ári síðan. Fyrr má nú vera fréttafátækt hjá mogganum af hörmungum þeirra sem fá framfærslu frá Jóhönnu og Steingrími. Í fréttinni kemur fram að viðkomandi einstaklingur hafi á fimmtahundrað þúsund í lífeyrir á mánuði. Það er upphæð sem mig hefur aldrei dreymt um í mínum viltustu draumum að fá þegar minni starfsævi lýkur. Það er gott að hafa í huga að framlög hins opinbera eru hugsuð til að jafna tekjur einstaklinga því að ekki eru allir sem hafa haft þannig afgang af sínum ævitekjum að þeir hafi getað safnað tugum eða hundruðum miljóna í sjóði til elliáranna, eða haft aðgang að lífeyrissjóðum sem gefa svona vel eins og í þessu dæmi. Bleesuð gamla konan sem hér er rætt um hefur fengið ofgreitt 17 þúsund á mánuði og eins reglan er  þá þarf að skila til baka sem offengið er. Ég er sáttur við það því að þá getur sá aurinn sem tekin er af minum skattpeningum farið þangað sem meiri er þörfin.

Bergur Ketilsson (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 14:34

2 identicon

Biðst afsökunnar að fara með rangt mál það var á DV sem þessi frétt birtist í febrúar 2011.  http://www.dv.is/frettir/2011/2/9/eftirlaunathegi-deilir-kerfid-atti-ekki-fyrir-jolagjofum-barnabarnanna/

Bergur Ketilsson (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband