Seðlabanlastjóri ekki í neinum tengslum við þjóðfélagið.

Þetta er alveg hreint með ólíkindum hvernig seðlabankastjóri talar og er það alveg ótrúlega mikið í takt við Steina og Jójó sem alltaf eru að tala um að hér sé allt á réttri leið. Á sama tíma er verið að segja upp gríðarlegum fjölda fólks og búið að tilkynna frekari uppsagnir hjá fullt af fyrirtækjum. Iðnaðarmenn í Reykjavík hafa nú ekki góðar sögur að segja af því sem framundan er og fara þeir í hópum þessar vikurnar á atvinnuleysisbætur.
Hérna er ekki allt á uppleið og ráðamenn verða að fara að sætta sig við að sannleikurinn er sagna bestur, það er alveg eins gott og segja bara eins og er, okkur hefur mistekist ætlunarverk okkar að koma atvinnulífinu af stað til þess að efla tekjustofn ríkisins og er því komið að leiðarlokum hjá þessari stjórn, það er þó heiðarlegt.
mbl.is Fjármálakerfið hefur styrkst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Guð hvað ég vona að það sé komið að leiðarlokum þvi að það væri besta jólagjöf sem við gætum fengið.

Sigurður Haraldsson, 14.12.2011 kl. 11:31

2 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Já Sigurður, það væri góð gjöf. Ég var að lesa í þessu frétt þar sem segir að norðmenn eru að lækka stýrivexti niður í 1,75% til þess að draga úr áhrifum niðursveiflunnar í evrópu. Hvað gerum við, nú auðvitað hækkum vextina.

Tryggvi Þórarinsson, 14.12.2011 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband