Kjararáð á að leggja niður áður en talað er um launakjör.

Mér finnst þessi yfirlýsing Bjarna gjörsamlega ótímabær og óskynsöm, það á maðurinn að vita, við viljum ríkisstjórn sem talar við okkur af skynsemi en ekki á þennan hátt án þess að hafa komið fram með nokkrar tillögur til þess að bæta kaupmátt okkar landsmann á nýjan leik. Beinar launahækkanir hafa aldrei skilað auknum kaupmætti heldur þarf að bæta hann í gegn um skattakerfið.

Kjararáð er tímaskekkja sem ber að leggja niður hið fyrsta þjóðinni til heilla og að allir opinberir starfsmenn fari undir sama hatt og fái launahækkanir í takt við annað fólk og eru síðustu afturvirku launahækkanir gott dæmi um hvað þetta er rosalega rotið kerfi að hafa þetta ráð við lýði hér á landi.

Ég óska því eftir að lagafrumvarp verði lagt fram strax í haust að kjararáð verði leyst frá störfum og annað og sanngjarnara kerfi verði tekið upp og er ég alveg viss um að stór meirhluti landsmanna er sammála mér, þetta ætti að vera krafa í næstu kjarasamningum.


mbl.is „Menn stilli kröfum í hóf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband