Plata íslendinga enn biluð,hjakkar í sömu rispunni áratugum saman?

Það má segja að nánast alla mína tíð hafi Ísland hjakkað í sama farinu eins og rispuð plata sem spilast ekki áfram og hamast bara í sömu rispunni. Hérna er eignaupptaka mjög vinsæl leið og hafa stjórnmálamenn afskaplega gaman af þeim leik sem sýnir sig af verkum þeirra að gera alltaf sömu hlutina áratugum saman. Engu máli skiptir hvaða fólk eða flokkar sitja á Alþingi, ekkert breytist nema örlitlar áherslur hvernig á að nýta þá peninga sem eru til skiptanna en stjórnkerfið sjálft er það nákvæmlega sama og fyrir 50 árum síðan og ekki annað að sjá en það verði það áfram.

Allir þekkja kjarasamninga og þeirra sögu, hækka laun, hækka verðbólgu, hækka lánin. Háin þrjú klikka ekki og eru enn mjög vinsæl hjá stjórnendum landsins. Gjaldþrot heimila í miklum mæli eru alveg samkvæmt bókinni í dag eins og fyrir 50 árum síðan og sjáið til, eftir rúm 4 ár kemur næsta holskefla eignaupptöku almennings, já 2018 verður næsta hrun og hjá því verður ekki komist því sama kerfið verður áfram, sem er verðtrygging, snarvitlaus vísitala, ónýtur gjaldmiðill, versnandi heilbrigðiskerfi og skólakerfi og aukinn landflótti.

Ef einhverjum finnst ég svartsýnn þá verður það bara svo að vera en ég er miklu meira þreittur að horfa upp á að engin skuli hafa kjark til þess að framkvæma breitingar, taka á vísitölunni, taka á gjaldmiðlamálum, taka á útþöndum ríkisrekstri sem alltaf eru til peningar í, taka á byggingarkostnaði þar sem ríkið framkvæmir en það hefur verið í tísku að byggja byggingar sem eru svo dýrara að fólk tekur andköf í stað þess að byggja ódýrari byggingar sem samt sem áður þjóna sínum tilgangi fullkomlega þótt þær beri þess ekki merki að vera minnismerki einhvers sem ekki kann að fara vel með almannafé. Það eru svo fjölmargir hlutir sem þarf að taka á í þessu landi til þess að að okkur öllum geti liðið vel en ekki einungis 10 til 20% landsmanna.

Það er hálf hjákátlegt að horfa upp á sparnaðaraðgerðir núsitjandi ríkisstjórnarinnar en þar er einungis verið að skera niður í þessum hefðbundnu liðum, heilbrigðiskerfinu og skólakerfinu í stað þess að ráðast með hörku á ríkisreksturinn sjálfan en með því að skoða hann vel er eflaust hægt að leggja niður fjöldann allan af stofnunum sem ekkert gagn gera, það má flytja ríkisstofnnir úr rándýru húsnæði í ódýrara húsnæði og svona má lengi halda áfram. Ég veit að sumir horfa á þann þátt að margir ríkisstarfsmenn muni missa vinnuna kannski 1000 manns eða svo og er það auðvitað ekki gott en til þess að ná tökum á þessum ríkissrekstri þarf að færa fórnir og verður ríkið að taka þátt í því eins og hinn almenni starfsmaður í landinu. Hærri atvinnuleysibætur segja sumir, já það er rétt en miklu lægri ríkisútgjöld munu verða öllum til góða til lengri tíma litið.

Nú er tími aðgerðaleysis enn við líði á landinu og sennilega verðum við í sama farinu eftir 50 ár í viðbót en með því að skrifa greinar og opna umræður má kannski búa til hinn fullkomna stjórnmálamann sem kemur til starfa í framtíðinni?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband